Fluttist til Svíaríkis 1996.
Í sænsku kennslu kynntist ég saudi araba einum er Eid heitir. Sóma gaur. Jú, það var þannig að hann spilaði fótbolta með liði einu er heitir Palestinska Föreningen. Þar sem ég hafði spilað bolta á Íslandi og staðið þar sem markmaður, vildi hann endilega að ég færi að spila með þeim. Þeim vantaði jú markmann. Úr varð og var ég nú meðlimur Palestínska Föreningarinnar hvorki meira né minna.
Að ég komst lífs af eftir fyrstu æfingu er undur eitt.
Leið mér eins og asna. Eini hvíti maðurinn á staðnum fyrir utan einn rúmena. Margir töluðu ekki einusinni sænsku. Eftir að nokkrir af þeim höfðu beint rassgatinu í andstæða átt við Mekka og beðið "Alladín" um góða æfingu og nýjan Mercedes Benz var tími kominn til að spila bolta. "Alladín" minn góður!!! Þvílíkur haugur af fjárhirðum. Á einhvern makalegan hátt tókst mér að komast í gegnum æfinguna án þess að drepast úr hlátri. Eftir einhver agaleg ósköp af jarmi var farið í sturtu.......
Minn maður rífur sig úr fötunum og litli félaginn frelsinu feginn úr hita og svita nærbrókanna, vill ólmur komast í sturtu.(Mitt fyrsta sænska sumar og óvanur hitanum) Það voru nú ekki lítið skrýtin augnaráð sem fylgdu mér og sá litla þegar við í alsælu trítluðum að sturtunum. Hvern djöfullinn er að þeim! Svo lítill er hann ekki! Varð bara hálf móðgaður. Þegar í sturturnar var komið voru kokkrir fjárhirðar þar fyrir í.........NÆRBRÓKUNUM!!!! Hættu nú alveg að snjóa!!! Á nú að fara að drepa mann úr hlátri í sturtunni eftir að hafa lifað af þessa líka drephlæilegu æfingu??? Galaði einn þá á kunningja minn sem kom á handahlaupum ( í nærbuxunum) inn í sturtuna og dróg mig út þaðan. Óðamála seigir hann mér að samkvæmt hefðum þeirra þá fá þeir ekki að sýna litla félagann eða bossan öðrum mönnum. Þegar hann sá vantrúar svipinn á mér tjáði hann mér að það væri ekki af því að sá litli væri svo agalega lítill hjá þeim. Hans væri allavega alveg risa stór. Eins og mér væri ekki alveg skítsama hvort sem var. Ég ætlaði ekki að svíkja þann litla minn. Almennilega niðurkælingu og þvott skyldi hann fá án nærbróka..og hana nú! Úr varð að ég fékk sturtuna fyrir mig sjálfann. Varð ég samt að hlíta að þeirra hefðum þann stutta tíma ég spilaði með þeim.
Hvað veldur þessari hefð þeirra var ég ekkert að spyrja þá um. En til hugar kemur að kannski, ef þeir sjá berann karlmanns bossa að blóðið færi að fljóta á einhvern óæskilegan stað og uppljóstri einhverju sem ekki er þeirra trúarbragði bjóðandi. Hver veit? Ekki ég allavega.
Bloggar | 1.11.2007 | 05:05 (breytt 6.1.2009 kl. 14:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)